Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Pepsi móti Víkings

P

Mynd: Finnur Hrafn Jónsson
Pepsi mót Víkings fór fram í TBR-húsinu helgina 15.-16. október. Keppt var í öllum flokkum karla og 1. og 2. flokki kvenna. Að auki var keppt í eldri flokki karla. 

Þjóðverjinn Kai Kappe, sem keppti fyrir KR, sigraði í meistaraflokki karla. Hann vann Daða Frey Guðmundsson úr Víkingi 3-0 í úrslitaleiknum. Athygli vakti að Sindri Þór Sigurðsson sigraði félaga sinn úr Víkingi Magnús K. Magnússon í riðlakeppninni.
Ársæll Aðalsteinsson úr Víkingi sigraði í 1. flokki karla. Ársæll vann félaga sinn úr Víkingi, Sindra Þór Sigurðsson í úrslitum.
Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi sigraði í 1. flokki kvenna en Kolfinna Bjarnadóttir úr HK varð önnur. Eyrún sigraði líka í 2. flokki kvenna en þar varð Kristín Gyða Guðmundsdóttir úr HK í 2. sæti.
Skúli Gunnarsson úr KR sigraði Kristinn Sigurðsson úr Víkingi 3-1 í úrslitum í 2. flokki karla.
Guðmundur Örn Halldórsson úr Fjölni sigraði Árna Siemsen úr Erninum 3-0 (11-4, 11-3, 11-7) í úrslitum í eldri flokki karla.
ÁMU

Aðrar fréttir