Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Úrslit úr PingPong móti KR

Borðtennisdeild KR hélt aldursflokkamót í samstarfi við PingPong í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 19. nóvember. Keppt var í einum flokki í einliðaleik 12 ára og yngri, og í tvílliðaleik 18 ára og yngri. Keppnin fór fram í riðlum og var upphaflega raðað í riðla eftir stöðu á styrkleikalista. Leiknar voru þrjár umferðir, og færðust leikmenn upp og niður á milli riðla eftir árangri.

Í einliðaleik var leikið í 5 3-4 manna riðlum, og að loknum þremur umferðum var Benedikt Jiyao Davíðsson úr Víkingi efstur í efsta riðli. Allir þátttakendur í flokknum fengu viðurkenningu að lokinni keppni.

Í tvíliðaleik 18 ára og yngri voru Alexander Ivanov og Hergill Frosti Friðriksson, BH, efstir í efsta riðli að loknum þremur umferðum.

Úrslit úr mótinu eru aðgengileg á vef Tournament Software:

https://www.tournamentsoftware.com/tournament/C958D47F-1BAF-42B9-A285-19A15F733B8E

Verðlaunahafar í einliðaleik 12 ára og yngri

 

Hluti keppenda í tvíliðaleik 18 ára og yngri.

Myndir frá Finni Hrafni Jónssyni.

Aðrar fréttir