Úrslit úr Subway stigamótinu í borðtennis
Subway stigamótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu 10. desember 2016. Keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, BH, Erninum og HK.
Í meistaraflokki karla sigraði Birgir Ívarsson, BH, eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Inga Darvis Rodriguez, Víkingi, 3 – 1 (8-11, 12-10, 11-9 og 11-8).
Í 1. flokki kvenna sigraði Stella Kristjánsdóttir, Víkingur.
Í 1. flokki karla sigraði Ellert Georgsson, KR.
Í 2. flokki karla sigraði Kamil Mocek, Víkingur.
Í eldri flokki karla sigraði Pétur Ó. Stephensen, Víkingur.
Úrslit í mótinu voru eftirfrandi:
Meistaraflokkur karla:
- Birgir Ívarsson BH
- Ingi Darvis Rodriguez Víkingur
- Magnús Gauti Úlfarsson BH
Á forsíðumyndinni má sjá Birgi og Magnús.
1. flokkur kvenna:
- Stella Kristjánsdóttir Víkingur
- Þórunn Árnadóttir Víkingur
1. flokkur kvenna, f.v. Þórunn og Stella
1. flokkur karla:
- Ellert Georgsson KR
- Birgir Ívarsson BH
3-4. Tómas Shelton BH
3-4. Óskar Agnarsson HK
1. flokkur karla f.v. Birgir, Ellert og Tómas.
2. flokkur karla:
- Kamil Mocek Víkingur
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur
3-4. Karl Claesson KR
3-4. Guðmundur Atli Pálmason Víkingur
2. flokkur karla f.v. Guðmundur, Kamil og Karl.
Eldri flokkur karla:
- Pétur Ó. Stephensen Víkingur
- Árni Siemsen Örninn
- Sigurður Herlufsen Víkingur
Eldri flokkur karla, f.v. Árni og Pétur.
ÁMU, skv. frétt frá Borðtennisdeild Víkings. Myndir frá Víkingi.