Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr unglingamóti HK

Unglingamót HK fór fram í Snælandsskóla 23. febrúar. Þáttakendur komu frá BH, Dímon, HK, KR og Víkingi. Þetta var jafnframt 6. og síðasta unglingamótið í unglingamótaröð BTÍ. 

Breki Þórðarson og Kári Ármannsson úr KR sigruðu í sínum flokkum eins og á hinum fimm aldursflokkamótunum. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK sigraði í sínum flokki en hún sigraði á öllum fimm mótunum sem hún tók þátt í. Ólöf Sólveig Ólafsdóttir, sem nú hefur gengið til liðs við BH vann í flokki stelpna 12 ára og yngri og var þetta þriðji sigur hennar á mótaröðinni. Björn Gunnarsson úr HK var eini þáttakandinn sem mætti til leiks í flokki drengja 16-18 ára.

ÁMU

Verðlaunahafar í flokki stráka 13-15 ára. Dag Benjamín Kjartansson vantar á myndina. Mynd: Borðtennisdeild HK

Aðrar fréttir