Úrslit úr vinamóti KR
Á vinamóti KR, sem haldið var í Íþróttahúsi Hagaskóla þann 24. apríl, var keppt í liðakeppni unglinga 21 árs og yngri. Tveir leikmenn voru í liði og var liðum raðað í riðla eftir getu. Þannig fengu liðin jafna leiki en ekki var leikið upp úr riðlunum. Ekki voru veitt verðlaun fyrir mótið önnur en búningaverðlaun fyrir lið sem mættu í búningum.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu eru komin á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=0B6BC12A-206A-4CD7-BB8F-437207584DC8
Myndir af fésbókarsíðu Borðtennisdeildar KR.