Úrslitakeppni 2. deildar karla 2020
Þar sem reglugerð um flokkakeppni BTÍ kveður ekki skýrt á um fyrirkomulag úrslitakeppni annarrar deildar hefur vafi leikið á um framkvæmd hennar.
Á stjórnarfundi þann 26. ágúst var ákveðið að í úrslitakeppni annarrar deildar 2020 skildu efstu tvö lið Suðurriðils mæta efstu tveim liðum Norðurriðils
Vegna COVID tókst ekki að klára Norðurriðil í vor en hann klárast á næstu dögum með úrslitaleik Akurs A og Samherja
Víkingur C leikur við lið í öðru sæti í Norðurriðli
HK B leikur við lið í fyrsta sæti í Norðurriðli
Stjórn BTÍ harmar að þetta hafi ekki verið skýrt í keppnisreglum fyrir tímabilið og mun leggja vinnu í að skýra reglurnar til þess að taka af allan vafa um framkvæmd úrslitakeppninnar á komandi árum.
Stjórn BTÍ vill sérstaklega biðja lið KR D afsökunar á misvísandi skilaboðum um úrslitakeppnina en það lið stóð sig með stakri prýði og endaði í þriðja sæti Suðurriðils.
Úrslitakeppnin verður leikin í Snælandsskóla laugardaginn 19. september og verða tímasetningar auglýstar síðar.
Kveðja
Stjórn BTÍ