Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslitakeppni í Íslandsmótinu í liðakeppni

Það styttist í lokahnykkinn á Íslansmótinu í liðakeppni. Eiginlegri deildarkeppni er lokið og nú er komið að úrslitakeppni í öllum þremur deildarkeppnum karla.

Undanúrslit í Keldudeild karla vera leikin laugardaginn 30. apríl í Íþróttahúsi Snælandsskóla. Þar mætast eftirfarandi lið:

  • Víkingur-A leikur við HK-A
  • BH-A leikur við KR-A


Undanúrslit í 2. deild karla verða leikin laugardaginn 7. maí í Íþróttahúsi Snælandsskóla. Þar mætast

  • HK-B leikur við Akur
  • Víkingur-B leikur við HK-C


Undanúrslit í 3. deild karla verða leikin laugardaginn 7. maí í Íþróttahúsi BR í Reykjanesbæ. Þar mætast

  • BR-B leikur við Selfoss-A
  • Garpur A leikur við BR-A


Úrslitaleikir í öllum deildum verða svo leiknir Sunnudaginn 8. maí í Íþróttahúsinu Strandgötu.


Síðustu leikir í liðakeppninni þetta keppnistímabilið verða svo leikir um laus sæti í Keldudeild karla og 2. deild karla. Þar leikur liðið sem lenti í 5. sæti við liðið í öðru sæti í deildinni fyrir neðan

Um laust sæti í Keldudeild karla leikur BH-B við liðið sem lendir í öðru sæti í 2. deild

Um laust sæti í 2. deild karla leikur lið Samherja við liðið sem lendir í öðru sæti í 3. deild

Ekki er búið að dagsetja þessa leiki.

Aðrar fréttir