Úrslitakeppnin í 1. deild karla hefst 4. apríl
Úrslitakeppnin í 1. deild karla hefst mánudaginn 4. apríl. Þá tekur Víkingur-A á móti KR-B og Víkingur-C á móti HK. Leikirnir hefjast kl. 18.30.
Miðvikudaginn eiga svo HK og KR-B heimaleiki gegn Vikingsliðunum. Heimaleikur HK verður i Snælandsskóla kl. 18 en heimaleikur KR-B hefst kl. 19.30 í Íþróttahúsi Hagaskóla.
Oddaleikir, ef með þarf, fara fram föstudaginn 8. apríl.
ÁMU