Úrslitaleikir í deildakeppni 5. apríl
Laugardaginn 5. apríl verður spilað til úrslita í 1. deild karla og kvenna, 3. deild karla og leikinn umspilsleikur um sæti í 2. deild karla.
Leikið verður í húsnæði HK í Snælandsskóla. Húsið opnar kl. 9 en keppni hefst kl. 10.
Leikið verður eftir sama kerfi og í fyrra en vinna þarf þrjá leiki til að sigra. Notast verður við eftirfarandi fyrirkomulag en það var m.a. notað á European Games 2023.
Tvíliðaleikur BC vs YZ
Einliðaleikur A vs X
Einliðaleikur C vs Z
Einliðaleikur A vs Y
Einliðaleikur B x X
Mótanefnd hefur valið dómara fyrir leikina og yfirdómari er Aldís Rún Lárusdóttir.
Dagskrá
kl. 10.00: Úrslitaleikur í 3. deild karla: Víkingur C (XYZ) – Selfoss (ABC) (mótanefnd lét draga um hvort liðið fékk heimavöll í votta viðurvist þann 3. apríl 2025)
Dómari: Örn Þórðarson
kl. 12.00: Umspilsleikur um sæti í 2. deild karla: KR C (ABC) – Víkingur C eða Selfoss (XYZ)
Dómari: Guðrún Gestsdóttir
kl. 12.00: Úrslitaleikur í 1. deild kvenna: BH (ABC) – Víkingur (XYZ)
Dómari: Gunnar Skúlason
kl. 14.30: Úrslitaleikur í 1. deild karla: BH-A (ABC) – Víkingur A (XYZ)
Dómari: Bjarni Þ. Bjarnason
Áfram borðtennis!