Úrslitaleikir í fyrstu deild kvenna.
Úrslitaleikir í 1. deild kvenna fara fram í næstu viku milli Víkings og KR A. Leikur nr. 1 verður í TBR húsinu nk. mánudag 23. apríl og hefst hann kl. 19.00. Leikur nr. 2 verður fimmtudaginn 26. apríl kl. 19.00 í KR húsinu.
Í liðið Víkings í vetur hafa leikið Eva Jósteinsdóttir, Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eyrún Elíasdóttir. Eyrún hefur þó aðeins leikið tvo leiki og hefur því ekki keppnisrétt í úrslitakeppninni.
Fyrir KR-A hafa keppt Fríður Rún Sigurðardóttir, Guðfinna Magnea Clausen og Ásta M. Urbancic.
II/ÁMU (uppfært 23.4.)