Úrslitaleikir um Íslandsmeistaratitilinn hefjast á fimmtudag
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í 1.deild karla í borðtennis hefst nk. fimmtudag. Víkingur-A og KR-A mætast í fyrri úrslitaleik liðanna fimmtudaginn 10.apríl kl:19:00 í TBR húsinu Gnoðavogi. Seinni úrslitaleikurinn verður eftir helgina á mánudeginum 14.apríl í íþróttahúsi Hagaskóla kl:19:00. Ef kemur til oddaleiks verður hann miðvikudaginn 16.apríl í TBR.