Úrslitaleikirnir í fyrstu deild karla.
Þá er komið að því! Víkingur A sigraði Víking B í hörkuleik sem fór 4-2 sl. mánudag. Er því ljóst að til úrslita leika KR A og Víkingur A. KR A sem á 1. heimaleik ákvað að spila fyrsta leikinn á heimavelli Víkinga í TBR húsinu og fer leikurinn fram kl. 19:00 á morgun fimmtudaginn 11. apríl. Seinni leikurinn fer svo fram í KR heimilinu kl. 19.45 nk. mánudag 15. apríl. Komi til oddaleiks verður hann leikinn á heimavelli KR miðvikudaginn 17. apríl nk. kl. 19:00.