Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslitin í 1. deild karla ráðast 11. febrúar

Síðasti leikdagur í 1. deild karla verður laugardaginn 11. febrúar, en þá verða leiknar tvær síðustu umferðirnar í deildinni.

BH-A og KR-A eiga bæði möguleika á að verða deildarmeistarar, og liðin mætast einmitt í 9. umferðinni, sem fer fram kl. 10. Liðin eiga svo eftir að leika í 10. umferðinni kl. 12. Þá mætir BH-A Víkingi-A og KR-A mætir Víkingi-B. Staðan í deildinni eftir 8 umferðir er sú að BH-A hefur 15 stig og KR-A 14 stig. BH-A þarf því að fá a.m.k. jafnmörg stig og KR-A úr þessum tveimur leikjum við að verða deildarmeistari.

Það ræðst líka hvaða tvö lið til viðbótar fara í úrslitakeppnina í vor. Sömuleiðis hvaða lið lendir í 5. sæti og leikur við næstefsta liðið í 2. deild um sæti í 2. deild á næsta ári, og hvaða lið fellur í 2. deild. Fyrir leiki morgundagsins er BH-B með 8 stig, Víkingur-A 7 stig og HK-A 4 stig. Víkingur-B er svo á botni deildarinnar án stiga.

Aðrar fréttir