Úthlutun úr Styrktarsjóði BTÍ fyrir 2024-2025 lokið
Stjórn BTÍ afgreiddi í janúar umsóknir til styrktarsjóðs BTÍ fyrir keppnistímabilið 2024 til 2025, sem uppfylla markmið BTÍ. Alls bárust umsóknir frá níu einstaklingum og tvær frá félögum vegna mótahalds.
Allir einstaklingarnir fengu styrk en umsóknum um fjögur frekari verkefni á vegum þeirra var hafnað eða bent á að ættu frekar heima á næsta styrkári.
Eftirtalin verkefni fengu styrk að þessu sinni:
Sól Kristínardóttir Mixa fær styrk til þátttöku í sænsku deildinni með Åstorps BTK.
Ingi Darvis Rodriguez fær styrk til dvalar í Halmstad í Svíþjóð keppnisárið 2024-2025 til að helga sig borðtennisíþróttinni og m.a. keppa í Superettan með Horreds BTK.
Magnús Jóhann Hjartarson fær styrk vegna þátttöku í sænsku deildinni með IF Ale.
Magnús Gauti Úlfarsson fær styrk vegna þátttöku í tveimur sænskum mótum.
Matthías Þór Sandholt fær styrk vegna æfingadvalar á Íslandi.
Eiríkur Logi Gunnarsson fær styrk vegna æfingadvalar hjá Åstorps BTK í Helsingborg í Svíþjóð á vorönn 2025.
Benedikt Aron Jóhannsson fær styrk vegna ferðar á æfingabúðir í Hannebont, Frakklandi.
Þorbergur Freyr Pálmarsson, Birgir Ívarsson og Magnús Jóhann Hjartarson fá hóflegan styrk vegna keppni á Finlandia Open.
Þá var koma erlendra leikmanna á íslensk mót styrkt í samræmi við uppfærða reglugerð: https://bordtennis.is/umsoknarfrestur-til-7-desember-i-styrktarsjod-bti/
BH Open 18.-19. janúar 2025 (13 danskir og færeyskir leikmenn komu).
Reykjavík International Games 26. janúar 2025 (tveir sterkir sænskir leikmenn komu).
Styrkir verða greiddir út að verkefnum og stuttum skýrsluskilum loknum.