Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Val leikmanna á Evrópumót fullorðinna í Alicante Spáni 18.-23. september nk

Valdir hafa verið þeir Magnús Jóhann Hjartarsson og Magnús Gauti Úlfarsson til þátttöku á Evrópumót fullorðinna í einstaklingskeppni sem fram fer 18. til 23. september nk. í Alicante á Spáni. Á mótinu keppa þeir í einliðaleik og í tvíliðaleik.

Evrópumótið í einstaklingskeppni er haldið á tveggja ára fresti. Fyrir tveimur árum síðan var mótið haldið í Búdapest og var þá aðeins sendur einn keppandi frá Íslandi.

Evrópumótið í einstaklingskeppni er sterkt mót en þeir Magnús Gauti og Magnús Jóhann hafa ekki áður keppt þar. Báðir stefna þeir á æfingar með Eslöv í Svíþjóð á næsta ári ásamt fleiri íslenskum leikmönnum.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á slóðinni http://ettc2018.com/#

 

Aðrar fréttir