Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Vel heppnuð námsferð Bjarna til Thailands

Bjarni Þ. Bjarnason, borðtennisþjálfari og nemandi í borðtennisfræðum við Háskólann í Split í Króatíu, er nýkominn heim úr námsferð til Thailands, en greint var frá ferðinni í frétt á þessari síðu þann 23. maí sl.

Boðið var upp á þetta nám í fyrsta skipti fyrir þremur árum og voru 20 nemendur frá fimm heimsálfum teknir inn í námið. Af þeim eru 13 enn í náminu, sem er nú að ljúka. Að kennslu nemendanna komu 20 stofnanir af ýmsu tagi.

Í Thailandi var þarlendum þjálfurum og leikmönnum boðið að taka þátt í námskeiðinu, þannig að til viðbótar við að vera hluti af náminu í borðtennisfræðum varð það einnig til að miðla þekkingu til innlendra þjálfara.

Fjallað er um námið og ferðina í frétt á vef ETTU, sjá slóðina
https://www.ittf.com/2019/06/18/table-tennis-study-programme-concludes-thailand/?fbclid=IwAR0v1QR9WXyWgeugdLcsqVqEpYiI8goYtJOTv43rscTz3H9gJaR5PdpPoso

Forsíðumyndin fylgir fréttinni um námsferðina á vef ETTU.

Aðrar fréttir