Verkefni leikmanna í unglingalandsliðshópi á næstu vikum
Líkt og lesendur bordtennis.is vita hefur unglingalandsliðshópur Íslands í borðtennis æft á föstudögum í vetur (annan hvern föstudag fyrir jól og alla föstudaga eftir jól) undir stjórn Bjarna Þ. Bjarnasonar, yfirþjálfara borðtennisdeildar HK, og Gests Gunnarssonar, þjálfara í KR. Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, var fenginn til þess að velja þátttakendur í verkefni sumarsins með aðstoð þeirra Bjarna og Gests og eru það eftirfarandi iðkendur og eftirfarandi verkefni.
Borðtennissumarið hjá krökkunum hefst á því að farið verður til Gautaborgar 22.-29. júní og þar munu krakkarnir taka þátt í æfingarbúðum fyrstu fjóra dagana hjá klúbbi Peters Nilsson, Askims BTK. Að því loknu munu þau keppa hjá klúbbi í öðru úthverfi Gautaborgar og nefnist það mót Lekstorps Sommarpool 2025, og stendur í þrjá daga. Aðalþjálfari í ferðinni verður Bjarni Þ. Bjarnason og aðrir þjálfarar verða Karl Andersson Claesson og Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson.
Lagt var upp með að um 20 iðkendur á fjölbreyttu aldursbili færu til Gautaborgar en nokkrir leikmenn sem voru valdir sáu sér ekki fært að fara í þessa ferð.
Þá fara níu keppendur á EM unglinga í Ostrava í Tékklandi. Flogið verður út 10. júlí, mótið hefst þann 11. og stefnt er á að fljúga heim á lokadegi mótsins, 20. júlí. Þjálfarar í ferðinni verða Tómas Ingi Shelton og Gestur Gunnarsson.
Auk þess munu Kristján Ágúst Ármann og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF-leikarnir) í Skopje í Norður-Makedóníu í beinu framhaldi af EM unglinga, þann 20.-27. júlí. Hátíðin er haldin annað hvert ár en borðtennis hefur ekki verið þátttökugrein á leikunum síðan 2007, þegar Ísland sendi lið fjögurra ungmenna til Belgrad. Hver þátttökuþjóð getur einungis sent einn dreng og eina stúlku þessu sinni. Þjálfari í ferðinni verður Ingimar Ingimarsson.
Aðalþjálfararnir fjórir báru ábyrgð á æfingum landsliðs og unglingalandsliðs á föstudögum í vetur.
Þátttakendur í verkefnunum eru eftirfarandi og birtast hér í stafrófsröð:
Gautaborg:
Alexander Chavdarov Ivanov, BH
Anton Óskar Ólafsson, Garpi
Ari Jökull Jóhannesson, Leikni
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingur
Benedikt Darri Garðarsson Malmquist, HK
Brynjar Gylfi Garðarsson Malmquist, HK
Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpi
Helena Árnadóttir, KR
Hergill Frosti Friðriksson, BH
Jörundur Steinar Hansen, HK
Kristján Ágúst Ármann, BH
Lúkas André Ólason, KR
Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
Sindri Rúnarsson, HK
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir, Garpi
Viktor Daníel Pulgar, KR
Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR
EM unglinga í Ostrava, Tékklandi
Cadetlið drengja
Heiðar Leó Sölvason, BH
Kristján Ágúst Ármann, BH
Lúkas André Ólason, KR
Cadetlið stúlkna
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Helena Árnadóttir, KR
Juniorlið drengja
Alexander Chavdarov Ivanov, BH
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingur
Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
Leikmaður í juniorflokki stúlkna
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF-leikarnir) í Skopje, Norður-Makedóníu:
Kristján Ágúst Ármann, BH
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Forsíðumyndin er frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og eru flestir á henni á leið til Gautaborgar seinna í júní. Á myndina vantar Anton Óskar Ólafsson, Benedikt Aron Jóhannsson, Guðmund Ólaf Bæringsson og Sóldísi Lilju Sveinbjörnsdóttur.
Uppfært 13.6.