Vikan með BTÍ – 1. leikdagur í deildarkeppninni stóð uppúr.
Sunnudaginn 9.október hófst undirbúningur formlega, fyrir undankeppni Evrópumótsins, þegar A landslið karla kom saman til æfinga í TBR. Mikill hugur og tillhlökkun er í hópnum fyrir komandi verkefni og mun landsliðið æfa stíft fram að keppni. Undankeppni fyrir EM fer fram að þessu sinni í Cardiff í Wales dagana 4 – 6. Nóvember. Fjallað verður nánar um undankeppnina og landsliðið þegar nær dregur.
Deildarkeppni BTÍ hófst í gær, laugardaginn 15.október, þegar fyrsti leikdagur fór fram í 1.deild karla og kvenna. Keppnin fór fram í Snælandsskóla og fór HK með framkvæmd móts. Óhætt er að segja að deildarkeppnin fari vel af stað þar sem glæsileg umgjörð, góð spilamennska og frábær stemning einkenndi keppnisdaginn í gær en hér til gamans má sjá skemmtilegt myndband sem BH menn gerðu https://www.youtube.com/watch?v=3g3dIHewLmc. Fullyrða má að 1. leikdagurinn gefi góð fyrirheit um það sem koma skal í vetur.
Úrslitin fóru þannig:
Umferð 1 KVK:
KR b – KR a = 0-3
Víkingur a – KR c = 3-1
Umferð 2 KVK:
Kr d – kr b 0-3
Kr c – kr a. 0-3
Umferð 1 KK
HK – BH = 3-4
Víkingur b – Vikingur a = 1-4
KR b – KR a = 0-4
Umferð 2 KK
BH – Víkingur a = 4-1
HK -KR a = 1-4
KR b – Víkingur b 1-4
Liðsskipan:
KVK
KR b: Sveina og Ársól
KR a: Auður Tinna, Aldís og Sigrún
Vík a: Stella og Þórunn
KR c: Kristín og Karítas
KR d: Kristjana, Þuríður og Lóa
KK
HK: Bjarni, Björn og Csanad
BH: Magnús Gauti, Jóhannes T og Birgir
Vík b: Ísak, Ingi, Arnór Gauti, Kristján, Ársæll og Magnús Finnur
Vík a: Magnús Hjartar, Sindri, Magnús K og Daði
KR b: Ingi, Pétur og Hlöðver
KR a: Kári, Breki og Skúli
Stjórn BTÍ þakkar keppendum og áhorfendum fyrir flottan keppnisdag í gær og þá sérstaklega HK fyrir flotta framkvæmd.
Næsti liður mótadagskráarinnar er Aldursflokkamót Dímonar sem haldið verður laugardaginn 22.okt á Hvolsvelli en boðsbréf má sjá á facebooksíðu Dímonar eða aldursflokkamot-dimonar-2016-haust