Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingar deildarmeistarar í Keldudeildum karla og kvenna

Um helgina urðu Víkingar deildarmeistarar í Keldudeildum karla og kvenna 2022.

Karlalið Víkinga vann alla 10 leiki sína í Keldudeildinni og var því öruggur sigurvegari þetta árið.

BH-B og KR-B urðu jöfn á botni deildarinnar og þarf að telja unna leiki og lotur til að skera úr um hvort liðið fellur beint í 2. deild og hvort liðið leikur við liðið í öðru sæti í 2. deild um sæti í 1. deild að ári. Talning stendur enn yfir.

Það verða lið Víkings A, BH A, KR A og HK A sem mætast í úrslitakeppni Keldudeildar karla þar sem leikið er um Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni.

Kvennalið Víkinga var engin eftirbátur karlaliðsins og vann einnig báða leiki sína í Keldudeild kvenna og er deildarmeistari kvenna 2022.

Lið Víkinga og KR mætast svo í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í Liðakepni kvenna.

Í 2. deild karla var það lið HK-B sem vann að lokum öruggan sigur í deildinni og eru deildarmeistarar í 2. deild. Liðið tapaði aðeins einum leik í vetur.

Það varð svo hlutskipti liðs Víkings C að falla niður í 3. deild en Samherjar leika við liðið í öðru sæti í 3. deild um sæti í 2. deild að ári.

Það verða lið HK-B, Víkings-B, HK-C og Akurs sem mætast í úrslitakeppni 2. deildar.

Sigurvegarar í 3. deild Suðvestur er nýstofnað lið BR en efst og jöfn í Suðvestur riðli urðu BR-A og BR-B. Eins og áður þarf að telja unna leiki og lotur til þess að skera úr um það hvort liðið endar ofar.

Það verða lið BR-A og BR-B sem fara áfram í úrslitakeppni 3. deildar en ekki er ljóst hvaða lið mæta þeim því keppni í Suðurriðli er ekki lokið.

Aðrar fréttir