Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingar Íslandsmeistarar í Raflandsdeild karla eftir sigur á BH í oddaleik

A-lið Víkings er Íslandsmeistari í Raflandsdeild karla eftir að liðið sigraði A-lið BH 3-0 í oddaleik liðanna í TBR-húsinu föstudaginn 16. mars.

Andrúmsloftið í TBR-húsinu var spennuþrungið og hart barist um hvert stig í leikjunum þremur. Magnús Jóhann Hjartarson lagði Magnús Gauta Úlfarsson 3-1 í fyrsta leiknum og Magnús K. Magnússon vann Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson 3-1 í öðrum leiknum. Daði Freyr Guðmundsson og Magnús Jóhann unnu svo Jóhannes og Birgi Ívarsson í oddalotu og tryggðu Víkingum Íslandsmeistaratitilinn.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Víkingur-A – BH-A 3-0

Magnús Jóhann Hjartarson – Magnús Gauti Úlfarsson 3-1 (8-11, 11-9, 11-4, 11-5) 1-0

Magnús K. Magnússon  – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-1 (11-7, 11-8, 8-11, 11-3) 2-0

Daði Freyr Guðmundsson/Magnús Jóhann – Birgir Ívarsson/Jóhannes 3-2 (6-11, 11-8, 11-8, 8-11, 11-6) 3-0

Myndir frá Kristjáni Erni Elíassyni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir