Víkingskonur deildarmeistarar í 1. deild kvenna
Víkingskonur sigruðu KR-konur 4-1 í seinni leik liðanna í 1. deild kvenna, sem leikinn var í TBR-húsinu laugardaginn 14. janúar. Þær unnu fyrri leikinn 5-0 og eru því deildarmeistarar í 1. deild kvenna. Liðið skipuðu Nevena Tasic og Stella Karen Kristjánsdóttir. Agnes Brynjarsdóttir var einnig skráð í liðið en spilaði ekki í leikjunum tveimur.
Liðin mætast svo í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna þann 7. maí.
Eingöngu tvö lið voru skráð til leiks í 1. deild kvenna á þessu keppnistímabili en á hinn bóginn eru þrjú hrein kvennalið í 3. deildinni, auk þess sem nokkrar konur leika með liðum í öðrum karladeildum.
Forsíðumynd af Nevenu og Stellu frá Íslandsmótinu 2022.