Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingskonur deildarmeistarar í 1. deild kvenna

Mynd: Pétur Stephensen


Kvennalið Víkings sigraði KR-A 3-1 í síðasta leik liðanna í 1. deild kvenna í TBR-húsinu í kvöld. Víkingskonur eru deildarmeistarar í 1. deild kvenna og unnu alla sína leiki í deildinni í vetur. Þær unnu alla leiki sína í vetur 3-0 nema leikinn í kvöld. L
ið Víkings skipuðu Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir. 

Í fyrra unnu Víkingskonur alla sína leiki 3-0 en í kvöld tókst Aldísi Rún Lárusdóttur og Guðrúnu G Björnsdóttur að vinna tvíliðaleikinn í deildarleiknum. Var það fyrsti einstaki leikurinn sem Víkingskonur tapa í vetur. Þetta er líklega fyrsti tvíliðaleikurinn sem þær Eva og Lilja tapa fyrir íslenskum konum síðan þær hófu að leika saman í tvíliðaleik árið 1995.

KR-A hafnaði í 2. sæti og leikur við Víking í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi og lofar góðu fyrir úrslitakeppnina.

Úrslitakeppnin hefst í KR-heimilinu mán. 11. mars kl. 20 og annar leikurinn verður í TBR-húsinu fimmt. 14. mars kl. 20.

ÁMU

Aðrar fréttir