Víkingur-A mætir KR-A í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
Undanúrslit í karladeildum fóru fram í dag á Strandgötu í Hafnarfirði en úrslitin í karladeildum og kvennadeildum fara svo fram 13. apríl á sama stað.
Ríkjandi Íslandsmeistarar í BH-A ná ekki að verja titilinn í ár en liðið tapaði í undanúrslitum gegn Víkingi-A sem munu etja kappi við KR-A, nýkrýnda deildarmeistara, um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikið var með breyttu fyrirkomulagi, spilað var á einu borði og þurfti að vinna þrjá leiki til að sigra. Sama fyrirkomulag verður í úrslitum um næstu helgi.
Úrslitin í dag voru eftirfarandi.
3. deild karla
- BH-C – BR-C: 3-0
- KR-D – BM: 2-3
Til úrslita í 3. deild leika því BH-C og BM.
2. deild karla
- Víkingur-B – BR-A: 3-0
- HK-B – KR-C: 3-0
Til úrslita í 2. deild leika því Víkingur-B og HK-B.
1. deild karla
- BH-A – Víkingur-A: 2-3
- KR-A – HK-A: 3-1
Til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild leika því Víkingur-A og KR-A
1. deild kvenna
Í fyrstu deild kvenna leika BH og Víkingur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
2. deild kvenna
KR-C og BR leika til úrslita í 2. deild kvenna.
Allir úrslitaleikir fara fram laugardaginn 13. apríl á Strandgötu í Hafnarfirði.