Víkingur-A sigraði KR-A í fyrri úrslitaleiknum í 1. deild karla
Víkingur-A og KR-A mættust í kvöld í fyrri
úrslitaleiknum í 1. deild karla í TBR-húsinu. Víkingar sigruðu 4-2 og hafa tekið 1-0 forystu í úrslitakeppninni.
Næsti leikur fer fram í KR-heimilinu laugardaginn 21. apríl kl. 14. Með sigri í þeim leik tryggir Víkingur sér Íslandsmeistaratitilinn en ef KR sigrar verður oddaleikur þriðjudaginn 24. apríl.
Til hægri er mynd Finns Hrafns Jónssonar af Magnúsi K. Magnússyni úr úrslitakeppninni í fyrra en Magnús vann báða einliðaleiki sína í kvöld.
ÁMU