Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingur á toppnum í 1. deild kvenna

Keppni í 1. deild kvenna hófst laugardaginn 8. nóvember og var leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla. Öll liðin léku innbyrðis og voru leiknar þrjár umferðir.

Víkingskonur unnu báða leiki sína og eru með fjögur stig. A-lið KR hefur tvö stig og B-lið KR ekkert stig.

Í leik Víkings og KR-A gerðist það að Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð önnur íslenska konan til að sigra Nevenu Tasic, en á ferli sínum á Íslandi hefur Nevena aðeins tapað í einliðaleik fyrir Sól Krisínardóttur Mixa úr BH.

Úrslit úr einstökum viðureignum:

KR-B – KR-A 0-6
Víkingur – KR-B 6-0
KR-A – Víkingur 1-6

Úrslit úr öllum leikjunum má sjá á síðu deildarinnar á vef Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=72D4C79D-CD0C-4A7C-AE27-16D8D2F4A209&draw=17

Mynd af liði Víkings frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Aðrar fréttir