Víkingur bikarmeistari
Bikarkeppnin í borðtennis var haldin í Hafnarfirði í dag. Keppt var í liðakeppni þar sem hvert lið er samansett af einni konu og tveimur körlum. Fjögur lið voru skráð til leiks, tvö lið frá KR, eitt frá BH og eitt frá Víkingi.
Í undanúrslitum vann KR B gegn BH 4-3. Í liði KR B voru Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Pétur Gunnarsson og Skúli Gunnarsson. Lið BH samastóð af Sól Kristínardóttur Mixa, Jóhannes Bjarka Urbancic Tómassyni og Pétri Marteini Urbancic Tómassyni.
Jóhannes vs Skúli 2-3
Pétur M. vs Pétur G. 0-3
Sól vs Guðbjörg 3-0
Jóhannes/Pétur vs Pétur/Skúli 0-3
Sól/Jóhannes vs Guðbjörg/Skúli 3-0
Jóhannes vs Pétur G. 3-2
Pétur M. vs Skúli 0-3
Hinn undanúrslitaleikurin var á milli KR A og Víking þar sem Víkingur vann 4-2. Í liði KR A voru Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Norbert Bedö og Gestur Gunnarsson. Í liði Víkings voru Nevena Tasic, Ársæll Aðalsteinsson og Magnús Jóhann Hjartarson.
Magnús vs Gestur 3-0
Ársæll vs Norbert 0-3
Nevena vs Kristín 3-0
Magnús/Ársæll vs Gestur/Norbert 1-3
Nevena/Magnús vs Kristín/Gestur 3-1
Magnús vs Norbert 3-1
Úrslitin voru því á milli KR B og Víkings. Víkingur sigraði leikinn með yfirburðum 4-1 og er því bikarmeistari árið 2021.
Pétur G. vs Ársæll 3-0
Skúli vs Magnús 0-3
Guðbjörg vs Nevena 0-3
Pétur/Skúli vs Ársæll/Magnús 2-3
Guðbjörg/Skúli vs Nevena/Magnús 0-3