Víkingur-C eina taplausa liðið í 3. deild – HK-D í undanúrslit
Sex leikir voru leiknir í 3. deild karla í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 12. janúar.
Víkingur-C er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik, en liðið er efst í A-riðli með 10 stig eftir 6 leiki. BR-B fylgir fast á eftir með 9 stig, einnig eftir 6 leiki. Næst kemur HK-C með 7 stig eftir 7 leiki og KR-F hefur 6 stig eftir 6 leiki. Neðst er lið Garps án stiga.
Í B-riðli er HK-D í forystu með 11 stig eftir 7 leiki en Selfoss með 10 stig eftir 6 leiki. KR-D hefur 9 stig eftir 7 leiki og KR-E hefur 2 stig.
Það er ljóst að HK-D lýkur keppni með 13 stig, þar sem liðið á eingöngu eftir seinni leikinn við Akur, sem dró lið sitt úr keppni og er HK-D því komið í undanúrslit.
Í báðum riðlum ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fara í úrslitakeppni 3. deildar sem sigurlið og liðið í 2. sæti í sínum riðli. Undanúrslitin fara fram 29. mars.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
A-riðill
BR-B – KR-F 6-1
HK-C – Garpur 6-1
KR-F – HK-C 5-5
Garpur – Víkingur-C 0-6
B-riðill
Umf. Selfoss – Akur 6-0 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)
KR-D – HK-D 5-5
Akur – KR-D 0-6 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)
HK-D – KR-E 6-1
Öll úrslitin verða á næstunni sett inn á síðu deildarinnar, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=8932AC2E-8E95-4EBE-A955-5F2AFD08EE73
Forsíðumynd af liði Víkings-C úr myndasafni.