Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingur C ósigrað í 3. deild

Á sunnudag fór fram fjórða deildarhelgin í 3. deild karla. Keppt er í tveimur riðlum og eftir úrslit helgarinnar er lið HK D áfram efst í 3. deild A og Víkingur C efst í 3. deild B. HK D tapaði sinni fyrstu viðureign í vetur en KR C varð fyrst liða til að leggja HK að velli.  Aðeins ein deildarhelgi er eftir og línur farnar að skýrast.

3. deild karla A

  • KR E – BH C: 2 – 6
  • KR C – HK D: 6 – 2
  • HK D – BR C: 6 – 2
  • BH C – KR C: 4 – 6
  • BR C – Víkingur D 6-0 (Víkingur D mætti ekki til leiks)
  • Víkingur D – KR E 0-6 (Víkingur D mætti ekki til leiks)

Staða efstu liða er þannig að HK D er efst í A riðli með 14 stig og síðan koma KR E og KR C með 10 stig þegar tvær umferðir eru eftir

3. deild karla B

  • BR D – KR F: 2 – 6
  • KR F – Garpur A: 0-6
  • Garpur A – KR D: 6 – 4
  • Vikingur C – BR D: 6 – 0

Staða efstu liða er þannig að Víkingur C er efst og ósigrað með 12 stig eftir sex leiki og Garpur A er með 10 stig eftir sjö leiki. Víkingur C á tvo leiki eftir en Garpur A einn leik.

Lið Víkings C er skipað Sighvati Karlssyni, Stellu Kristjánsdóttur og Pétri Stephensen.

Forsíðumynd er af Aldísi Rún Lárusdóttur í liði KR C.

Aðrar fréttir