Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Víkingur-C sigraði HK í 1. deild karla í kvöld

Víkingur-C og HK mættust í kvöld í 4. umferð í 1. deild karla, en leiknum var frestað frá 23. nóvember. Leiknum lauk með sigri Víkings 4-0. Allir einliðaleikjanna fóru þó í oddalotu, og sigurinn því ekki eins stór og tölunar gefa til kynna.

Báðum leikjum í 3. umferð í 1. deild kvenna, sem áttu að vera í þessari viku var frestað. Ekki hafa borist upplýsingar um nýja dagsetningu á leik Víkings og Dímonar, sem átti að fara fram í kvöld. Leikur KR-A og HK, sem átti að vera á morgun verður á föstudaginn 2. desember kl. 19.30.

Leik Víkings-A og KR í 5. umferð í 1. deild karla, sem átti að fara fram 7. desember, hefur verið seinkað til 20. desember.

ÁMU

Aðrar fréttir