Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingur-E vann Víking-D í 2. deild karla suður

D- og E-lið Víkings léku í 6. umferð í 2. deild suður miðvikudaginn 13. janúar. E-liðið, skipað leikmönnum úr öðlingahópi, lagði D-liðið, sem er skipað yngri leikmönnum. Í fyrri umferðinni unnu ungu leikmennirnir í D-liðinu 4-3 en nú hefndi E-liðið fyrir það tap. Þessi úrslit jafna stöðuna í deildinni, því nú eru Víkingur-D og KR-D í 2.-3. sæti í deildinni með 8 stig og Víkingur-E með 6 stig. BH-A leiðir með 10 stig og á leik til góða.

Úrslit úr einstökum leikjum

Víkingur-E – Víkingur-D 4-1

  1. Pétur Ó. Stephensen – Róbert Barkarson 3-1
  2. Guðmundur Ragnar Guðmundsson – Kamil Mocek 3-0
  3. Sigurður Herlufsen – Ísak Unnarsson 0-3
  4. Pétur/Jónas Marteinsson – Ísak/Kamil 3 – 1
  5. Guðmundur Ragnar Guðmundsson – Róbert Barkarson 3 – 2

 

Leik BH-A og BH-B, sem einnig átti að fara fram í vikunni, var frestað vegna meiðsla og veikinda.

Á forsíðumyndinni má sjá Ísak Unnarsson frá Grand Prix móti KR 10. janúar 2016, en hann vann eina leik Víkings-D í viðureigninni við Víking-E.

 

ÁMU

Aðrar fréttir