Víkingur er deildarmeistari í 1. deild kvenna
Víkingur og KR-A mættust í kvöld í síðasta leiknum í 1. deild kvenna fyrir úrslitakeppni. Fyrir leikinn gátu bæði liðin orðið deildarmeistarar, en KR-A vann fyrri leik liðanna 3-2.
Leikurinn var jafn og spennandi enda þótt úrslitin hafi verið 3-0.
Bæði liðin ljúka deildinni með 14 stig. Víkingur hefur leikjahlutfallið 23-6 en KR-A 21-8. Víkingskonur eru því deildarmeistarar.
Liðin mætast í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og hefst hún væntanlega í næstu viku.
Úrslit úr einstökum leikjum
ÁMU (uppfært 3.4. og 4.4.)