Víkingur Íslandsmeistarar í Raflandsdeildum karla og kvenna
Víkingur sigraði tvöfalt í úrslitum Raflandsdeilda karla og kvenna, en leikið var til úrslita í TBR-húsinu sunnudaginn 20. september. Víkingskonur vörðu titilinn sem þær unnu á síðasta keppnistímabili en karlarnir endurheimtu titilinn sem þeir unnu síðast vorið 2018.
Í Raflandsdeild karla mættust A-lið KR og A-lið Víkings. Leiknum lauk sem 3-2 sigri Víkinga, þar sem Ingi Darvis Rodriguez vann báða einliðaleiki sína. Magnús Jóhann Hjartarson vann þriðja leik Víkings. Davíð Jónsson vann annan einliðaleik sinn, gegn Daða Frey Guðmundssyni og KR-ingarnir Ellert Kristján Georgsson og Skúli Gunnarsson unnu tvíliðaleikinn. Auk þeirra þriggja Víkinga, sem léku í úrslitaleiknum, léku Arnór Gauti Helgason, Magnús Finnur Magnússon og Sindri Þór Sigurðsson með liðinu á keppnistímabilinu.
Í Raflandsdeild kvenna unnu Víkingskonur öruggan 3-0 sigur á BH. Agnes Brynjarsdóttir og Nevena Tasic unnu einliðaleikina og Víkingskonurnar Agnes og Stella Karen Kristjánsdóttir unnu tvíliðaleikinn gegn Íslandsmeisturunum Harriet Cardew og Sól Kristínardóttur Mixa úr BH og tryggðu sér titilinn. Auk þeirra lék Alexía Kristínardóttir Mixa úrslitaleikinn. Lóa Floriansdóttir Zink og Þórunn Ásta Árnadóttir léku líka með Víkingsliðinu á keppnistímabilinu.
Úrslit úr einstökum leikjum
1. deild karla
KR-A – Víkingur-A 2-3
- Ellert Kristján Georgsson – Magnús Jóhann Hjartarson 0-3
- Davíð Jónsson – Ingi Darvis Rodriguez 0-3
- Ellert/Skúli Gunnarsson – Daði Freyr Guðmundsson/Magnús 3-1
- Davíð Jónsson – Daði Freyr Guðmundsson 3-2
- Skúli Gunnarsson – Ingi Darvis Rodriguez 0-3
1. deild kvenna
Víkingur-BH 3-0
- Agnes Brynjarsdóttir – Alexía Kristínardóttir Mixa 3-0
- Nevena Tasic – Harriet Cardew 3-0
- Agnes/Stella Karen Kristjánsdóttir – Harriet/Sól Kristínardóttir Mixa 3-1
Mynd á forsíðu og af úrslitaliðunum frá Ástu Urbancic. Myndir af Víkingi-A í karlaflokki og Víkingi-A í kvennaflokki frá Ingimar Ingimarssyni.