Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingur Íslandsmeistari kvenna í borðtennis

Víkingar eru Íslandsmeistarar í liðakeppni í borðtennis eftir að hafa unnið KR í úrslitaleik 3-2 í dag í Íþróttahúsi Hagaskóla. Víkingar hafa verið ósigraðir í 1. deild kvenna síðastliðin fimm ár og mættu einmitt KR í úrslitaleik á síðasta ári.

Eftir tvo fyrstu einliðaleikina var staðan 1-1 og ljóst að næsti leikur sem var tvíliðaleikur yrði þýðingarmikill fyrir framhaldið. Þann leik unnu Víkingar örugglega 3-0 og voru þar með komnir yfir 2-1 í viðureigninni. KR þurfti því að sigra í báðum einstaklingsleikjum sem eftir voru. Þar reyndist Nevena Tasic, margfaldur Íslandsmeistari, vera of stór biti fyrir KR en hún vann Aldísi Rún Lárusdóttur meðan Guðrún Björnsdóttir KR vann Stellu Kristjánsdóttur Víkingi. Niðurstaðan var því 3-2 sigur og Víkingar hömpuðu titlinum.

Lið Víkings var skipað Nevenu Tasic og Stellu Kristjánsdóttur. Lið KR var skipað Aldísi Rún Lárusdóttur og Guðrúnu Björnsdóttur.

Aðrar fréttir