Víkingur sigraði Dímon í síðasta leiknum í 1. deild kvenna
Víkingur lagði Dímon 3-0 í síðasta leiknum í 1. deild kvenna á Hvolsvelli 11. apríl. Víkingskonur luku því deildarkeppninni með fullt hús stiga, hlutu 16 stig. Þær unnu alla leiki sína 3-0.
KR-A hafnaði í 2. sæti með 12 stig og KR-B í 3. sæti með 6 stig. Fjórða sætið hlaut Dímon með 4 stig og HK fékk 2 stig.
Þar sem 5 lið tóku þátt í deildinni fara tvö efstu liðin, Víkingur og KR-A í úrslitakeppni.
Lokastöðuna í deilidinni má sjá hér.
ÁMU