Víkingur sigraði KR-A í 1. deild kvenna og er deildarmeistari
Víkingur og KR-A mættust í kvöld í 10. umferð 1. deildar kvenna.
Víkingskonur sigruðu 3-0 og eru þar með búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. Þessi lið eru í 1. og 2. sæti deildarinnar og mætast í úrslitakeppninni.
Síðasti leikur deildarinnar fer fram 11. apríl, þegar Víkingur sækir Dímon heim í Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Með sigri kemst Dímon í 3. sæti deildarinnar en ef Víkingur sigrar er KR-B í 3. sæti.
Á mynd Finns Hrafns Jónssonar frá Íslandsmótinu 2012 má sjá deildarmeistara Víkings, þær Lilju Rós Jóhannesdóttur, Evu Jósteinsdóttur og Eyrúnu Elíasdóttur.
ÁMU