Víkingur sigraði KR-A í fyrri úrslitaleiknum í 1. deild kvenna
Fyrri úrslitaleikurinn í 1. deild kvenna fór fram í TBR-húsinu í kvöld. Þar mættust tvö efstu liðin í deildinni, deildarmeistarar Víkings og A-lið KR. Víkingskonur sigruðu 3-0 eins og í öllum öðrum leikjum í deildinni í vetur, en þurftu að hafa meira fyrir sigrinum en áður, þar sem tveimur leikjum lauk 3-1.
Seinni úrslitaleikurinn fer fram fimmtudaginn 26. apríl kl. 19 í KR-heimilinu. Með sigri tryggja Víkingskonur sér titilinn þriðja árið í röð en sigri KR fer fram oddaleikur.
ÁMU
Eva Jósteinsdóttir og Fríður Rún Sigurðardóttir áttust við í leiknum. Mynd: Ásta M. Urbancic