Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingur sigraði KR-A í seinni úrslitaleiknum í 1. deild kvenna og er Íslandsmeistari

Seinni úrslitaleikurinn í 1. deild kvenna fór fram í KR-heimilinu í kvöld, þar sem KR-A tók á móti Víkingi. Víkingskonur héldu uppteknum hætti og sigruðu 3-0 eins og í öllum öðrum leikjum í deildinni í vetur. Þær Eva Jósteinsdóttir, Eyrún Elíasdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir eru því Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna.

Víkingar unnu því alla Íslandsmeistaratitlana í meistaraflokki karla og kvenna, sem og 1. deild karla og kvenna í vetur.

ÁMU

Íslands- og deildarmeistarar Víkings í 1. deild kvenna (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Aðrar fréttir