Víkingur vann flesta Íslandsmeistaratitla 2022-2023
Keppnitímabilið 2022-2023 var keppt um 39 Íslandsmeistaratitla en flokkakeppni unglinga var felld niður.
Víkingur vann flesta titla félaga, 15 talsins, KR vann 12,5 titla, BH 5,5 titla en BR, Garpur, HK og Örninn unnu 1-2 titla hvert félag.
Víkingar unnu flesta titla í fullorðisflokkum, 8 talsins, þar af alla fimm titlana í meistaraflokki og 1. deild kvenna. KR vann flesta titla í unglingaflokkum, 6,5 talsins og Víkingur vann flesta titla í öldungaflokkum, 6 titla.
Sjá meðfylgjandi skjal: Islandsmeistaratitlar_2023
Alls dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á 47 einstaklinga. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR vann flesta titla eða fjóra alls. Alexander Chavdarov Ivanov, BH, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingi, Nevena Tasic, Víkingi og Sól Kristínardóttir Mixa, BH, unnu þrjá titla.
Alls voru veitt 140 verðlaun á Íslandsmótunum þetta árið. KR fékk langflest verðlaun eða 53, Víkingur fékk 30,5 og BH 17,5. Að auki fengu keppendur úr HK, BR, Garpi, Erninum og Dímon verðlaun á Íslandsmótum eða í deildakeppnum keppnistímabilsins.
Uppfært Íslandsmeistaratal með meisturum ársins er að finna undir Íslandsmeistaratal ofarlega á síðunni, en er líka aðgengilegt hér: Islandsmeistaratal_1971-2023.
Forsíðumynd af Eiríki Loga úr myndasafni.