Víkingur vann KR-A í fyrsta úrslitaleiknum í 1. deild kvenna
Víkingur lagði KR-A 3-0 í fyrsta úrslitaleiknum í 1. deild kvenna í TBR-húsinu í kvöld. Sigurinn var ekki eins stór og tölurnar gefa til kynna, því hart var barist í öllum leikjum. Vikingskonur voru hins vegar sterkari þegar á reyndi og lönduðu sigri í öllum leikjunum.
Næsti leikur er ekki endanlega ákveðinn, en verður hugsanlega þriðjudaginn 19. mars í KR-heimilinu.
ÁMU
Eva og Lilja skipa lið Víkings í 1. deild kvenna