Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Vilt þú starfa í einni af nefndum Borðtennissambands Íslands?

Borðtennissambandið auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að taka sæti í einhverri af fjórum nefndum sambandsins á næsta keppnistímabili.
Flestar nefndir sambandsins eru skipaðar þremur meðlimum, þar af a.m.k. einum úr stjórn sambandsins.

Nefndirnar sem um ræðir:
Fjáröflunarnefnd
Landsliðsnefnd
Mótanefnd
Útbreiðslunefnd

Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið [email protected] í síðasta lagi 1. júní nk., þar sem komi fram af hverju viðkomandi hefur áhuga á að starfa í nefndinni.

Aðrar fréttir