Viltu dæma á Íslandsmótinu?
Landsdómarar og alþjóðadómarar í borðtennis eru hvattir til að gefa sig fram til að dæma á Íslandsmótinu helgina 28. febrúar til 2. mars.
Dómarar með réttindi fá 500 kr. greiðslu fyrir hvern leik sem þeir dæma. Athugið að ekki er greitt fyrir dómgæslu í riðlakeppni í meistaraflokki, þar eiga keppendur að dæma innbyrðis.
Dómarar sem hafa áhuga á að dæma eru beðnir um að senda póst á bordtennis@bordtennis.is.
Munið að frestur til að skrá sig á Íslandsmótið rennur út kl 20 þriðjudaginn 25. febrúar. Skráning er í gegnum þetta form