Vinamót Borðtennisdeildar KR 24. apríl 2022
Borðtennisdeild KR heldur Vinamót sunnudaginn 24. apríl 2022 í
Íþróttahúsi Hagaskóla. Keppt verður í liðakeppni unglinga u21 í tveggja manna liðum fyrir leikmenn fædda 2001 og síðar.
Tímaáætlun
kl. 10:00 Hús opnar
kl. 11:00 Vinamót hefst, liðakeppni unglinga fædd 2001 og síðar
kl. 14:00 Móti lokið (áætlaður tími)
Fyrirkomulag keppni
Spilaformið er fjórir einliðaleikir og tvíliðaleikur og til að vinna heilan liðsleik þarf að vinna fleiri leiki en hitt liðið. Leikið verður í riðlum, þrjú lið í riðli. Raðað verður í riðla eftir styrkleika liðanna og félagsliðum, svo allir keppendur fái jafna leiki og spili síður við leikmenn úr sínu félagi. Ef fjöldi liða hentar ekki upp á þriggja liða riðla, munu einhverjir riðlar samanstanda af fjórum liðum.
Ekki verður spilað upp úr riðlum og því er móti lokið þegar allir hafa spilað sína leiki í sínum riðli.
Verðlaun
Engin verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara á þessu móti, vegna fyrirkomulags móts. Allir þátttakendur fá hins vegar háa fimmu frá mótsstjórn og lítinn glaðning.
Þátttökugjöld
Þátttökugjald er 2.000 kr. á lið. Hægt er að greiða þátttökugjald á keppnisstað eða inn á
bankareikning Borðtennisdeildar KR og skal tekið fram fyrir hvaða leikmann er verið að
greiða í skýringu millifærslunnar og á netfangið [email protected]. Bankareikningur: 0137-26-008312,
kennitala 661191-1129.
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið [email protected] til kl. 18
laugardaginn 23. apríl 2022. Taka skal fram fullt nafn keppenda og kennitölu, tilgreina liðsfélaga og félag.
Raðað verður í riðla fyrir Vinamótið í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardagskvöldið 23. apríl kl 18:00. Leikið verður með hvítum Stiga 3ja stjörnu plastkúlum.
Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags eða skemmtilegum búningi í stíl við liðsfélagann. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta liðsbúninginn.
Mótstjórn:
Pétur Gunnarsson, gsm. 662 3949, [email protected]
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, gsm. 868 6873, [email protected]
Hlöðver Steini Hlöðversson, gsm. 824 3738, [email protected]
Yfirdómari: Ársól Clara Arnardóttir
Fyrir hönd Borðtennisdeildar KR
Pétur Gunnarsson