Vináttuleikir BR við pólskt lið í Reykjanesbæ
Dagana 12.-16. apríl 2023 tók lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar á móti liði KTS Jelenia Góra frá Póllandi. Liðið leikur í 3. deildinni í Póllandi.
Vináttuleikir fóru fram 13. og 15. apríl. Flestir Pólverjanna hafa æft borðtennis í um 20 ár og því varð ungt lið BR, þrátt fyrir mikla baráttu, að viðurkenna yfirburði andstæðingsins. Telja leikmenn BR að styrkleiki pólskra 3. deildar liða sé að minnsta kosti á við styrkleika liða um miðja 1. deildina á Íslandi. Leikmenn BR telja þetta mjög góða lexíu. Það er alltaf þess virði að læra af þeim bestu.
Fulltrúar KTS Jelenia Góra liðsins voru: Remigiusz Troć (formaður), Marcin Żuławski, Maciej Kosal, Paweł Bartczyszyn og Kamil Miska.
Fulltrúar BR voru: Jón Gunnarsson, Piotr Herman, Michał May-Majewski, Marcin Dobrenko, Dawid May-Majewski og Aleksander Jurczak.
Veður var gott á meðan á heimsókninni stóð og gáfu liðsmenn KTS Jelenia Góra sér tíma til að skoða Ísland og veiða þorsk á stöng. Voru þeir ánægðir með náttúrufegurðina í heimsókninni.
Byggt á frétt frá BR og myndir koma þaðan.