Wang Chuqin og Sun Yingsha heimsmeistarar í einliðaleik
Heimeistaramótinu í einstaklingsgreinum í borðtennis lauk í Doha í Qatar sunnudaginn 25. maí.
Sun Yingsha frá Kína varði heimsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna, eftir sigur í oddalotu gegn löndu sinni Wang Manyu.
Wang Chuqin frá Kína varð meistari í einliðaleik karla fyrsta skipti eftir 4-1 sigur í úrslitaleik gegn Hugo Calderano frá Brasilíu. Calderano braut blað í borðtennissögunni með því að verða fyrsti leikmaðurinn frá rómönsku Ameríku til að fá verðlaun í einliðaleik á HM í borðtennis. Wang varð með sigrinum fyrsti örvhenti leikmaðurinn til að verða heimsmeistari frá 1993.
Hinar kínversku Wang Manyu og Kuai Man sigruðu í tvíliðaleik kvenna en þær lögðu Sofiu Polcanovu frá Austurríki og Bernadette Szőcs frá Rúmeníu 3-0 í úrslitum. Þær síðarnefndu eru fyrsta evrópska parið til að komast í úrslit í tvíliðaleik kvenna frá 1969.
Shunsuke Togami og Hiroto Shinozuka frá Japan sigruðu í tvíliðaleik karla eftir 3-2 sigur á Kao Cheng-Jui og Lin Yun-Ju frá Taiwan.
Wang Chuqin og Sun Yingsha sigruðu svo í tvenndarleik á þriðja mótinu í röð og urðu því bæði tvöfaldir meistarar. Þau lögðu Maharu Yoshimura og Satsuki Odo frá Japan 3-1 í úrslitum.
Sjá nánar á vef Alþjóða borðtennissambandsins ITTF, https://www.ittf.com/tournament/3108/ittf-world-table-tennis-championships-finals-doha-2025/#information
Forsíðumynd af Sun Yingsha tekin af vef ITTF.