Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Zhang Jike Ólympíumeistari í einliðaleik karla

Heimsmeistarinn Zhang Jike bætti Ólympíugulli við í safnið þegar hann sigraði fyrrum heimsmeistara og liðsfélaga sinn Wang Hao í úrslitum í einliðaleik karla á Ólympíuleikunum í London í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Zhang (18-16, 11-5, 11-6, 10-12, 13-11). Hann vann gullið á sínum fyrstu Ólympíuleikum en Wang Hao mátti sætta sig við silfur á þriðju leikunum í röð.

Sá sem komst næst því að sigra Zhang var Vladimir Samsonov frá Hvíta-Rússlandi og fyrrum Evópumeistari, en Zhang lagði hann 11-7 í oddalotu.

Bronsverðlaunin hreppi Þjóðverjinn Dimitrij Ovtcharov, sem vann Chuang Chi-Yuan frá Taiwan 4-2 (12-10, 9-11, 8-11, 13-11, 11-6, 14-12) í leik um bronsið. Hann hlaut silfurverðlaun í liðakeppni á leikunum í Beijing og er einn fárra Evrópubúa sem hefur unnið tvenn verðlaun í borðtennis á Ólympíuleikum. Ovtcharov á eftir að leika í liðakeppni með liði Þjóðverja, sem er raðað sem þriðja sterkasta liðinu.

ÁMU

Verðlaunahafar í einliðaleik karla (Mynd: ITTF)

Aðrar fréttir