Mattia Luigi Contu er nýr unglingalandsliðsþjálfari
Borðtennissambandið auglýsti í júlí eftir unglingalandsliðsþjálfara til að taka við af Tómasi Inga Shelton, sem hefur starfað sem slíkur sl. 5 ár og óskaði ekki eftir að halda áfram störfum sem slíkur.
Alls bárust 8 góðar umsóknir frá 4 löndum (auk Íslands) um starfið og ákvað landsliðsnefnd, eftir staðfestingu stjórnar BTÍ, að ráða Ítalann Mattia Luigi Contu í starfið. Matthia hefur áður komið til Íslands og haldið æfingabúðir, sbr. https://bordtennis.is/aefingabudir-italsks-thjalfara/ . Mattia var reiðubúinn að flytja til landsins fyrir starfið og mun hann einnig þjálfa tvo daga í viku í nýstofnaðri borðtennisdeild í Mosfellsbæ, einn dag í viku í KR og einn dag í viku í Víkingi. Koma hans er því mikill happafengur fyrir íslenskan borðtennis.
Hann mun líka halda A-landsliðsæfingar annan hvern föstudag kl. 17-19 í Hagaskóla í góðu samtarfi við Peter Nilsson, landsliðsþjálfara og var fyrsta æfing þann 24. ágúst.
Unglingalandsliðið mun æfa annan hvern föstudag kl. 17-19 skólaárið 2023-2024 í aðstöðu KR í íþróttahúsi Hagaskóla. Fyrsta æfingin var föstudaginn 1. september.
Mattia talar fína ensku, en til að auðvelda samskipti mun Pétur Gunnarsson, reyndur unglingalandsliðsmaður og yfirþjálfari borðtennisdeildar KR, vera sérstakur tengiliður hópsins og fararstjóri í ferðum. Pétur mun líka mæta og vera með kúluæfingar eina æfingu í mánuði, til að auka framfarir og einstaklingsmiðaða nálgun.
Mynd af Auði og Matthia frá Ingimar Ingimarssyni.