Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Æfingar hafnar hjá Val Reyðarfirði

Borðtennis hefur numið land á Reyðarfirði. Samkvæmt Aðalheiði Vilbergsdóttur formanni Ungmennafélags Vals á Reyðarfirði var stofnaður borðtennishluti almennrar deildar hjá félaginu í september.

Rafael Rökkvi Freysson þjálfari frá Þristinum á Egilsstöðum fer tvisvar í viku og þjálfar iðkendur hjá Ungmennafélagi Vals á Reyðarfirði. Félagið fær styrk frá BTÍ fyrir hluta aksturskostnaðar.

Félagið gat fest kaup á þremur borðtennisborðum með dyggum stuðningi frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar og Davíð Jónssyni lækni. Um 10 krakkar stunda æfingar núna en vonir standa til að geta boðið upp á æfingar fyrir fullorðna líka.

Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum. Þann 8. október var ennfremur haldið borðtennisnámskeið fyrir börn sem þótti takast mjög vel. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem BTÍ fékk sendar frá æfingum á Reyðarfirði og heimsókn Mattia unglingalandsliðsþjálfara þangað.

  

Aðrar fréttir