Ánægja með færeyska heimsókn
Helgina 8.-10. mars tók færeyska unglingalandsliðið þátt í æfingabúðum með íslenska unglingalandsliðinu, eins og fjallað var um á vef BTÍ að til stæði.
Fjölmennar æfingar voru haldnar á hefðbundnum unglingalandsliðsæfingatíma á föstudegi, tvær á laugardegi hjá Garpi á Laugalandi og á sunnudeginum spreytti hópurinn sig á unglingamóti Víkings, auk þess að skoða miðbæinn og versla í Kringlunni. Mikil ánægja var með gistiaðstöðu í Nefsholti á Laugalandi þar sem norðurljósin sýndu sig á föstudagskvöld.
Færeysku leikmennirnir voru eftirfarandi, með fæðingarárum:
- Elsa Kathrina Gisladóttir, 2008
- Hadassa Christiansen, 2011
- Brandur Bárðarson Johannesen, 2011
- Suni á Lava, 2011
- Rasmus Teitsson í Skorini, 2012
- Jákup Margar Debess, 2008
- Ólavur Hammer, 2009
- Poul Knút Poulsen, 2009
Með þeim í för voru Fróði Fríðason Jensen, formaður færeyska borðsambandsins og landsliðsmaður og Anja Wongwai, yfirþjálfari næststærsta færeyska borðtennisfélagsins í Færeyjum, Tvøroyrar borðtennisfelag og fá þau bestu þakkir fyrir fyrirtaks samstarf.
BTÍ þakkar Bæring þjálfara Garps fyrir mikla aðstoð við skipulagningu og stjórnarmönnunum Guðrúnu og Auði auk fjölskyldna þeirra fyrir að hýsa hópinn nóttina fyrir heimferð.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá heimsókninni og unglingamóti Víkings.