Ársþing BTÍ 2025 verður haldið 11. maí
Borðtennisþing Borðtennissambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal B, sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 14:00 sbr. 5. gr. laga sambandsins.
Kjörbréf til aðildarfélaga verða send út á næstunni.
Frestur til að skila inn breytingatillögum á lögum og reglugerðum er 21 dögum fyrir þingið eða í síðasta lagi 20. apríl. Breytingatillögur skulu sendar á bordtennis@bordtennis.is.
Ekki verður tekið við breytingatillögum eftir þann tíma. BTÍ mun senda breytingatillögur út til kynningar tveimur vikum fyrir þingið eða í síðasta lagi 27. apríl.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi (birt með fyrirvara um breytingar):
- Þingsetning.
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Staðfesta lögmæti fundarins.
- Kosning kjörbréfanefndar.
- Fara yfir fundargerð síðasta þings.
- Afhending viðurkenninga.
- Ávörp gesta.
- Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
- Reikningar sambandsins lagðir fram (með áliti skoðunarmanna).
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Fjárhagsáætlun.
- Lagabreytingar.
- Umræður og afgreiðsla á tillögum sem þinginu hafa borist.
- Kosning stjórnar og varamanna.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Val fulltrúa á íþróttaþing.
- Önnur mál.
- Ræða formanns.
- Þingslit.
Fyrir hönd stjórnar Borðtennissambands Íslands
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir
formaður BTÍ
Fréttin hefur verið uppfærð 27. apríl 2025