Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-A efst í Keldudeild karla og KR-A og Víkingur í Keldudeild kvenna

Leikið var í Keldudeildum karla og kvenna laugardaginn 16. janúar í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þessir leikir áttu upphaflega að fara fram 31. október en var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Að loknum fjórum umferðum er A-lið BH efst í Keldudeild karla, en liðið hefur 8 stig. Víkingur-A og KR-A koma næst með 6 stig, HK-A hefur 4 stig en HK-B og Víkingur-B hafa ekkert stig. BH-A og Víkingur-A mættust í 4. umferð í hörkuleik og hafði BH sigur 3-2.

Í Keldudeild kvenna eru KR-A og Víkingur efst og jöfn en hvort lið hefur 6 stig að loknum fjórum leikjum. Liðin mættust innbyrðis í 3. umferð og sigruðu Víkingskonur 3-1 í jöfnum leik. BH og KR-B hafa tvo stig hvort lið.

Úrslit úr leikjum dagsins:

Karlar

  • Víkingur-A – HK-B 3-0
  • BH-A – Víkingur-B 3-0
  • KR-A – HK-A 3-0
  • Víkingur-A – BH-A 2-3
  • HK-A – Víkingur-B 3-2
  • HK-B – KR-A 1-3

Konur

  • KR-B – BH 3-1
  • KR-A – Víkingur 1-3
  • KR-A – KR-B 3-0
  • Víkingur – BH 3-0

Öll úrslit verða fljótlega birt á vef deildarinnar á Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=509E4209-D195-4D45-BA48-7EE5FA3F4D18

Einnig verða úrslitin sett inn í lista yfir umferðir í deildinni, hægra megin á síðunni: https://bordtennis.is/umferdarodun-keldudeildar-karla-og-kvenna/

Næst verður leikið í deildinni laugardaginn 23. janúar í TBR-húsinu og verða leiknir leikir í 5. og 6. umferð.

Aðrar fréttir